Fræðsluskjálfti!

Fræðsluskjálfti! Í dag tók 5.-7. bekkur þátt í verkefninu Fræðsluskjálfti ásamt nemendum úr grunnskólunum á Bakkafirði, Þórshöfn og Svalbarði. Um er að

  • Undirsida1

Fræðsluskjálfti!

Í dag tók 5.-7. bekkur þátt í verkefninu Fræðsluskjálfti ásamt nemendum úr grunnskólunum á Bakkafirði, Þórshöfn og Svalbarði. Um er að ræða samstarfsverkefni Gljúfrastofu í Ásbyrgi og Skjálftasetursins á Kópaskeri um jarðskjálfta og eldgos, þar sem áherslan er á hræringar í og við Ásbyrgi og Kópaskersskjálftann 1976.

Óhætt er að segja að ferðin hafi verið skemmtileg og lærdómsrík. Nemendur voru að sjálfsögðu sér og skólanum sínum til mikil sóma, enda ekki við öðru að búast af þessu frábæra hóp. Endilega skoðið myndir úr ferðinni með því að smella hér.

Dagurinn byrjaði í Gljúfrastofu þar sem við fengum góða fræðslu um jarðskjálfta, orsakir þeirra og áhrif og um jarðfræði Ásbyrgis og nágrennis. Við spreyttum okkur í að gera frumstæða jarðskjálftamæla og líktum eftir áhrifum eldgoss með því að blanda vatni, matarsóda og rauðum matarlit í flösku. Gosið varð reyndar lítið hjá okkur, en það kraumði í lengi á eftir.

Því næst var haldið í Skjálftasetrið. Þar fengum við góða leiðsögn um safnið og sáum skemmtilega frétt sem Ómar Ragnarsson vann þegar 30 ár voru liðin frá Kópaskersskjálftanum.

Meðan við biðum eftir rútunni fórum við í göngutúr um Kópasker og fengum sérstaka skjálftaleiðsögn. Fyrir tilviljun hittum við mann að nafni Marínó sem tók margar af þeim myndum sem nú eru til sýnis í safninu. Hann bauð okkur inn á verkstæðið hjá sér og sagði okkur frá sinni upplifun á skjálftanum. Var það góður endir á góðri ferð.

Fyrir hönd okkar á Raufarhöfn vil ég þakka starfsmönnum Gljúfrastofu og Skjálftasetursins kærlega fyrir góðar móttökur.


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is