Heldur var nú uppskeran rýr og við fundum mestmegnis smælki. Þurfum að hugsa aðeins betur hvernig er hægt að búa sem best um svæðið til að fá meiri uppskeru en þetta var fínasta samvera í góðu veðri.
Síðasti sundtíminn í Lundi var á þriðjudaginn þannig að hér eftir verða einungis íþróttatímar og við minnum foreldra á að senda börnin með íþróttafatnað eftirleiðis.
Í list- og verkgreinum í Lundi er unnið að margvíslegum verkefnum, s.s. sparibaukasmíði, sauma skrímsli, vefnaður og skemmtileg myndverk unnin í myndmennt.
Í næstu viku stóð til að við fengjum að sjá leikrit á vegum List fyrir alla en í ljósi síðustu frétta af auknum smitum af völdum Covid-19 var ákveðið að fella þær sýningar niður í Öxarfjarðarskóla.
Hér fyrir neðan eru myndir úr skólastarfinu í síðustu viku:
Athugasemdir