Friðarhlaupið á Raufarhöfn

Friðarhlaupið á Raufarhöfn Friðarhlaupaið (World Harmony Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup, stofnað af Sri Chimnoy árið 1987. Tilgangur hlaupsins er að

  • Undirsida1

Friðarhlaupið á Raufarhöfn

Friðarhlaupaið (World Harmony Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup, stofnað af Sri Chimnoy árið 1987. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning og hefur nú verið hlaupið í rúmlega 100 löndum síðustu 22 árin.

Seint í dag, þriðjudaginn 12. júlí, munu hlaupararnir koma til Raufarhafnar þar sem þeir munu gista í skólanum. Skipuleggjendur hlaupsins hafa óskað eftir því að hlaupararnir fái að hitta börn og aðra íbúa Raufarhafnar áður en þeir leggja af stað á nýjan leik á miðvikudagsmorgun. 

Við hvetjum því alla Raufarhafnarbúa til þess að hitta hlauparana fyrir utan skólann kl. 9:00, miðvikudagsmorguninn 13. júlí.


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is