29. maí 2010 - Lestrar 310 - Athugasemdir ( )
Nemendur 1., 2. og 3. bekkjar lærðu nú á vordögum um fuglana sem þau hafa í umhverfinu sínu dags daglega. Þau fóru í skoðunarferð til að æfa sig að þekkja fuglana í sínu náttúrulega umhverfi. Við skoðuðum ásinn, tjarnirnar, fjöruna og höfðann. Útbúnar voru fuglabækur með upplýsingum og myndum af fuglunum sem þau síðan hafa til að fletta upp í heima. Meðal fugla sem við bárum kennsl á voru kría, hettumáfur, álft, grágæs, skúfönd, stokkönd, óðinshani, æðarfugl, tjaldur, sandlóa, stelkur, skógarþröstur, lóa, spói, fýll, sólskríkja og sendlingur.
Athugasemdir