20. janúar 2012 - Lestrar 152 - Athugasemdir ( )
Föstudagurinn 20. janúar, sjálfur bóndadagurinn, var ansi furðulegur hjá okkur í Grunnskóla Raufarhafnar. Nemendur höfðu fengið skilaboð um að skilja kæfusamlokuna eftir heima og þess í stað bökuðu krakkarnir pítsu í heimilisfræði tímum hjá hinni elskuleg Þóru Soffíu. Eftir góða máltíð var svo ekki haldið aftur upp í kennslustofurnar heldur var slegið upp gríðarskemmtilegri keppni. Keppt var í ýmsum furðulegum íþróttagreinum eins og trukkadrætti, eggjahlaupi, diskakasti, skutlukasti og naglalakkskeppni. Eftir það héldu allir sáttir heim til sín í helgarfrí. Takk fyrir daginn krakkar!
Athugasemdir