03. mars 2008 - Lestrar 225 - Athugasemdir ( )
Í morgun kom góður gestur færandi hendi með alls kyns furðuverur sem hann er að undanförnu búinn að safna til handa nemendum skólans. Það var einn pabbinn í skólanum sem hefur stundað sjóinn í vetur sem kom með alls kyns fiska, krabba, ígulker, krossfiska og fleiri sjávardýr handa krökkunum. Fyrsti tíminn í morgun fór því í að skoða þessi ólíku fyrirbæri hafsins, fletta þeim upp í fræðbókum og ræða fram og aftur um þau.
Hér eru myndir frá því í morgun.
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri
Athugasemdir