02. desember 2009 - Lestrar 262 - Athugasemdir ( )
Í gær var 1. desember hátíð í grunnskólanum. Nemendur og kennarar höfðu í sameiningu lagt mikla vinnu í að undirbúa dagskrána. En við vorum í senn að halda Dag íslenskrar tungu hátíðlegan sem Fullveldisdaginn og aðventan fékk sinn skerf líka. Handverkssýning var um leið á þeim verkum sem nemendur hafa verið að vinna að í haust og boðið var upp á kakó og kökur sem krakkarnir höfðu bakað fyrir þennan dag. Að lokum fóru allir saman út á skólatún þar sem kveikt var á jólatrénu í hörkufrosti og jólalegri kyrrðinni. Það voru systkinin Alexandra Ísey, Kristófer Sævar, Viktoría Eldey og Ísabella Máney sem fengu það hlutverk að tendra jólaljósin á jólatrénu.
Athugasemdir