Glćsileg hátíđardagskrá -

Glćsileg hátíđardagskrá - Ţá er afstađin glćsileg hátíđardagskrá sem tókst afburđa vel og geta nemendur veriđ stolt af ţeim verkefnum sem ţau undirbjuggu

  • Undirsida1

Glćsileg hátíđardagskrá -

Þá er afstaðin glæsileg hátíðardagskrá sem tókst afburða vel og geta nemendur verið stolt af þeim verkefnum sem þau undirbjuggu fyrir þennan dag. Foreldrar, afar og ömmur, frænkur og frændur komu og voru með okkur í dag og þökkum við þeim kærlega fyrir að hafa gefið sér tíma með okkur og vonum að Raufarhafnarbúar sem aðrir sjái sér framvegis fært að vera með okkur þegar uppákomur eru í skólanum eða annars staðar á vegum skólans.

Þekktar sögupersónur Astridar Lindgren skutu upp kollinum hjá okkur, en 100 ár voru liðin frá fæðingardegi Astridar þann 14. nóvember síðast liðinn. Nemendur 1. - 3. bekkjar komu því fram sem Emil í Kattholti, mamma Emils, Lína langsokkur, Tommi, Hr. Níels og bófarnir með frumsamið leikrit undir leikstjórn Jónsa Þormar umsjónarkennara þeirra.

4. bekkur kynnti ævi og verk Jónasar Hallgrímssonar með upplestri á æviferli skáldsins og kvæðum, svo léku þau leikrit sem þau bjuggu til upp úr sögunni Stúlkan í turninum. En 16. nóvember síðast liðinn voru 200 ár liðin frá fæðingardegi hans. Á degi íslenskrar tungu hefst ár hvert stóra upplestrarkeppnin meðal 7. bekkinga á landsvísu. Í ár er Þórunn Nanna Ragnarsdóttir í 7. bekk fulltrúi skólans og fékk hún að gjöf bók um Jónas Hallgrímsson sem við vonum að muni veita henni innblástur við undirbúning fyrir keppnina.

7. - 10. bekkkur var bæði með bókakynningu á þeim bókum sem þau hafa verið að lesa undanfarið og síðan fluttu þau skemmtilegan leikþátt um fullveldi Íslendinga.

5. - 6. bekkur flutti Helgileikinn í nýstárlegu formi, en þau smíðuðu fjárhúsið þar sem Jesúbarnið fæddist, stjörnuna, Maríu og Jósep, fjárhirðana, erkiengilinn og alla leikmuni Helgileiksins og tóku síðan hann upp á myndband sem var sýnt á skjávarpa undir lok dagskrárinnar í dag.

Sungin voru nokkur jólalög og allir fengu sér heitt súkkulaði og köku í líki íslenska fánans, skoðað var fallegt handverk nemenda sem þau hafa unnið í verk- og listgreinum hjá Þóru Soffíu Gylfadóttur.

Að lokum fóru allir saman út á túnið við skólann og sungu afmælissönginn fyrir Björgu kennara sem verður 60 ára á sunnudaginn. Afmælisbarnið kveikti svo á jólatrénu og auðvitað voru líka sungin jólalög.

Hér eru myndir frá deginum í fjórum hlutum;

1.hluti 1.-3. bekkur o.fl.

2.hluti 4. bekkur o.fl.

3.hluti 7.-10 bekkur

4.hluti 7.-10. bekkur

Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is