Góður samskóladagur að baki

Góður samskóladagur að baki Röðin var komin að Grunnskóla Raufarhafnar nú á vorönn 2008 að halda samskóladag fyrir nærliggjandi skóla. Auk

  • Undirsida1

Góður samskóladagur að baki

Röðin var komin að Grunnskóla Raufarhafnar nú á vorönn 2008 að halda samskóladag fyrir nærliggjandi skóla. Auk Öxarfjarðarskóla, Grunnskóla Þórshafnar og Svalbarðsskóla buðum við Grunnskóla Vopnafjarðar einnig í heimsókn. Dagurinn byrjaði á fótboltamóti klukkan 15:00 og í framhaldi af því var körfuboltamót og skákmót, þá var farið í ratleik og endað á boðsundi. Verðlaun skiptust nokkuð bróðurlega á milli skólanna og að loknum kvöldverði á hótel Norðurljósum var haldið í félagsheimilið Hnitbjörg þar sem krakkarnir skiptust á að vera með skemmtiatriði. Í lokin var dansað fram eftir kvöldi og það voru þreyttir en ánægðir krakkar sem héldu heim á leið eftir lok vel heppnaðs samskóladags.

Bestu þakkir fyrir komuna krakkar og fylgdarsveinar.
Hér eru myndir frá deginum.

Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri.


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is