Göngum í skólann!

Göngum í skólann! Nú er fariđ af stađ átakiđ Göngum í skólann en ţađ miđar ađ ţví ađ hvetja börn til ađ ganga, hjóla eđa fara á annan virkan hátt til og

  • Undirsida1

Göngum í skólann!

Nú er farið af stað átakið Göngum í skólann en það miðar að því að hvetja börn til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla. Við í Grunnskólanum á Raufarhöfn tökum þátt eins og síðustu ár, en þetta er fjórða árið sem Ísland tekur þátt í verkefninu sem hófst í Bretlandi árið 2000.

Verkefninu lýkur á alþjóðlegum degi Göngum í skólann þann 6. október næstkomandi. Þangað til, og auðvitað áfram, hvetjum við nemendur okkar og starfsfólk til að nota ekki vélknúin ökutæki til að komast í skólann.

Auðvitað þurfa nemendur að koma mislangt að í skólann, en fyrir þá sem þurfa að ferðast langt að er hægt að láta setja sig út við grasflötina milli skólans og Aðalbrautar og ganga þaðan.

Fyrir þá sem vilja fræðast meira um verkefnið bendum við á heimasíðu verkefnisins, gongumiskolann.is.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is