Gott frí ađ baki, spennandi hlutir framundan.

Gott frí ađ baki, spennandi hlutir framundan. Nemendur og kennarar komu galvaskir til starfa sinna eftir gott jólafrí mánudaginn 7. janúar. Daginn áđur

  • Undirsida1

Gott frí ađ baki, spennandi hlutir framundan.

Nemendur og kennarar komu galvaskir til starfa sinna eftir gott jólafrí mánudaginn 7. janúar. Daginn áður höfðu íbúar Raufarhafnar komið saman á þrettándanum og fóru saman í kyndilgöngu, en enduðu á því að koma saman við brennuna og horfa á glæsilega og tilkomumikla flugeldasýningu sem var í höndum björgunarsveitarinnar.

Annaskipti verða núna 23. janúar nk. og þá eru fyrirhugaðar nokkrar breytingar á skólalífinu. Nýtt skipulag stundaskrár lítur dagsins ljós, þar sem við erum að breyta úr 40 mínútna kennslustundum í 60 mínútna kennslustundir. Við þetta fá nemendur oftar að fara út í frímínútur og fríska sig við, þá fá þau lengri íþróttatíma við þessar breytingar sem lengi hefur verið efst á óskalistanum hjá þeim. Og erum við stolt af því að geta með þessum hætti eflt íþróttaiðkun nemenda. Mötuneyti mun einnig byrja um leið og nýtt skipulag hefst og vonumst við til að farsællega gangi að velja rétti á matseðilinn sem fellur í góðan jarðveg fyrir nemendur og starfsmenn skólans.

Bestu nýárskveðjur,
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is