Grænmetisfiskibollugerð grunnskólanemenda

Grænmetisfiskibollugerð grunnskólanemenda Krakkarnir hafa verið að gera svo góðar og vinsælar grænmetisfiskibollur í heimilisfræði hjá Þóru Soffíu

  • Undirsida1

Grænmetisfiskibollugerð grunnskólanemenda

Krakkarnir hafa verið að gera svo góðar og vinsælar grænmetisfiskibollur í heimilisfræði hjá Þóru Soffíu heimilis- og listgreinakennar að okkur fannst tilvalið að deila því með ykkur kæru lesendur.

Hér eru myndir frá yngstu krökkunum að matbúa fiskibollurnar vinsælu.

Grænmetisfiskibollur
 
300 gr  fiskhakk, má vera ýsa eða þorskur
1 poki  sólargrænmeti
2 msk  hveiti
1 tsk  kartöflumjöl
30 gr  rifinn ostur
Kryddað með kjúklingakryddi
 
Aðferð:  Setjið fiskinn og grænmetið í blandara eða hakkavél. Blandið hveitinu og kartöflumjölinu saman við og að lokum kryddinu og ostinum. Mótið litlar bollur og steikið á pönnu upp úr  Isíó4  matarolíu við vægan hita í nokkrar mínútur.
 
Tillögur að meðlæti:  Súrsæt sósa, tómatsósa , sýrður rjómi, hrísgrjón og að sjálfsögðu kartöflur.
 
Allt hráefnið fæst í versluninni  Urð /Gunnubúð.
Verði ykkur að góðu.
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri.

Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is