31. ágúst 2010 - Lestrar 299 - Athugasemdir ( )
Á fimmtudaginn höldum við upp á Grænan dag haustsins. Kennt verður samkvæmt stundaskrá til 11:40 og svo fara nemendur í mat. Kl. 12:20 göngum við svo öll saman frá skólanum í kartöflugarðinn okkar þar sem við tökum upp kartöflur og gróðursetjum plöntur. Við biðjum foreldra að senda börn sín klædd með þetta í huga. Við stefnum á að koma aftur í skólann um kl. 14:00 þar sem við fáum okkur djús og kex og förum í nokkra leiki á skólalóðinni. Grænn dagur haustsins endar svo kl. 14:45.
Við hvetjum alla foreldra sem eiga kost á að slást í hópinn með okkur.
Kær kveðja;
starfsfólk Grunnskólans á Raufarhöfn
Athugasemdir