18. september 2014 - Lestrar 186 - Athugasemdir ( )
Veðrið lék við okkur á degi íslenskrar náttúru. Við byrjuðum á því að fara upp í kartöflugarð og
tókum upp kartöflur. Þær fóru óvenju seint niður hjá okkur en við fengum fullt af lítlum og sætum kartöflum upp aftur.
Í hádegi fórum við að útieldhúsinu þar sem boðið var upp á makkarónugraut, slátur og brauð.
Á meðan yngri börnin á leikskólanum fóru að hvíla sig fórum við hin að Ræningjaholunni og reyndum að safna í okkur
kjark til að fara inn. Við fáum núna nýjar kartöflur með matnum næstu dag sem er alveg frábært.
Athugasemdir