29. maí 2010 - Lestrar 334 - Athugasemdir ( )
Á síðasta skóladegi skólaársins tættu nemendur og kennarar upp kartöflugarðinn og settu niður kartöflur, plöntuðu 67 birki- og lerkiplöntum og reittu í kringum hinar 268 sem plantað hefur verið á undanförnum tveimur árum. Dugnaðurinn skein úr andlitum nemenda og starfsfólks á þessum degi sem endaði á grillveislu. Góður dagur með væntanlega afar góðri uppskeru í haust og vonir eru auðvitað bundnar við að skólarjóðrið verði fallegt í framtíðinni þegar plönturnar stækka.
Athugasemdir