Grænn dagur vorsins

Grænn dagur vorsins Það er alltaf gaman á grænum degi vorsins. Í ár eins og önnur voru við að setja niður kartöflur og gróðursettum birkihríslur. Við

  • Undirsida1

Grænn dagur vorsins

Það er alltaf gaman á grænum degi vorsins. Í ár eins og önnur voru við að setja niður kartöflur og gróðursettum birkihríslur. Við byrjuðum á því að setja niður kartöflur og voru allir nemendur skólans með. Síðan fórum við í það að setja niður birkihríslurnar sem við höfðum fengið en í ár fengum við 67 stykki. Við settum nokkrar fyrir ofan kartöflugarðinn, nokkrar fóru í pott og verða gróðursettar síðar og nokkrar fóru í lautina hjá sparvellinum. Við vonum svo að þetta fá frið til að vaxa og dafna.


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is