Gróđursetning, ruslatínsla, grćn skilti...

Gróđursetning, ruslatínsla, grćn skilti... Í dag unnu margar hendur létt verk í sameiningu. Byrjađ var á ţví ađ fara fram á Skólatún sunnan viđ bćinn og

  • Undirsida1

Gróđursetning, ruslatínsla, grćn skilti...

Í dag unnu margar hendur létt verk í sameiningu. Byrjað var á því að fara fram á Skólatún sunnan við bæinn og 134 plöntum plantað til viðbótar við þær 134 plöntur sem við plöntuðum í upphafi skólaársins. Þá erum við komin með 268 plöntur, Rússa Lerki og Birki. Það mun ekki líða langur tími þar til þarna mun vera skógi vaxið og fallegt Skólatún sem komandi kynslóðir munu njóta :-)

Skilti sem krakkarnir hafa verið að búa til í vetur voru hengd upp ásamt blómum sem þau söguðu einnig út og máluðu á Umhverfisdaginn. Á skiltunum stendur "Vinsamlega dreptu á vélinni" og voru þau tvö, annað hengt á skólann og hitt á íþróttahúsið. Þá var umhverfi skólans hreinsað og gert fínt og allir fóru í leiki. Að lokum voru grillaðir hamborgarar sem allir gæddu sér á fyrir skólalok. Það voru glaðir krakkar sem fóru heim í dag eftir vel unnin störf. Þau voru ofsalega dugleg og stolt af því sem þau voru búin að framkvæma.

Hér eru myndir af gróðursetningu og öðrum framkvæmdum dagsins.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is