Þessi heimsókn er liður í því forvarnarstarfi sem sveitarfélagið vinnur með félagsmiðstöðvunum í sveitarfélaginu. Almenn ánægja var með fundinn bæði meðal nemenda og kennara sem fengu góð ráð frá fulltrúunum áður en þeir hurfu á braut.
Þá kom fulltrúi Alnæmissamtaka Íslands, Percy Stefánsson, í heimsókn í skólann þann 20. mars og átti góðan fund með nemendum 9. og 10. bekk. Rætt var um muninn á HIV og alnæmi, hversu margir hafa greinst á Íslandi, smitleiðir og hvaða varnir duga, lyfjagjafir og hvernig lyfin virka, lækna þau eða lina, aðrir kynsjúkdómar og smitleiðir þeirra, nauðsyn þess að sýna ábyrgð á eigin athöfnum og ekki síst virðingu fyrir sjáfri/sjálfum sér og öðrum og fleiri umræðuefni. Þetta er í þriðja skipti sem fulltrúi Alnæmissamtakanna heimsækir nemendur grunnskólans og veitir þeim fræðslu, fræðslu sem enginn getur veitt nema sá er reynt hefur hvað það er að lifa með alnæmi. Við þökkum góða heimsókn.
Athugasemdir