Fimmtudaginn 11. apríl kom unglingadeild Grunnskólans á Þórshöfn í heimsókn. Með þeim voru krakkar frá Bakkafirði, Eistlandi og Lettlandi en þau eru öll í samstarfi við Nordplus og heimsækja heimabæ hvors annars. Það var einstaklega gaman að fá þau í heimsókn, við buðum þeim að sjá Heimskautsgerðið okkar og fórum með þau út að vita. Þau voru búin að skipuleggja leiki í íþróttahúsinu og eftir miðdegiskaffið fórum við flest í sund. Við hjálpuðumst að við að elda kvöldmat en í boði var hefðbundinn eistneskur matur. Yfir daginn voru nemendur búnir að vera að taka upp myndband sem var svo sýnt um kvöldið. Það vakti mikla lukku. Nemendurnir gistu svo allir í skólanum. Á föstudeginum fórum við svo samam í Ásbyrgi og fórum í göngutúr um svæðið með þjóðgarðsvörðunum. Þetta var einstaklega skemmtilegt og vorum við svo heppin að fá fallegt veður og því gátu allir notið sín vel á svæðinu. Dagurinn var ekki búinn því eftir Ásbyrgi fórum við á Skjálftrasetrið á Kópaskeri og skoðuðum okkur um. Kvöldið endaði síðan á samskólaballi á Þórshöfn sem var svo skemmtilegt að nemendur geta ekki beðið eftir að fá að halda annað ball, eins og þau orðuðu það, sem fyrst.
Flýtilyklar
Heimsókn frá Þórhöfn, Bakkafirði, Eistlandi og Lettlandi
11. apríl 2013 - Lestrar 190 - Athugasemdir ( )
Athugasemdir