15. febrúar 2014 - Lestrar 176 - Athugasemdir ( )
Við fórum í frábæra heimsókn í Öxarfjarðarskóla fimmtudaginn 13. febrúar. Við fórum öll saman, grunnskólinn, leikskólinn og starfsmenn. Við mættum um 9 leytið í skólann þar sem var tekið á móti okkur með morgunmat. Siðan fórum við í allar áttir eftir bekkjum. Leikskólabörnin fórum með leikskólabörnum í Krílakoti út að leika og léku saman inni. Yngstu nemendurnir fóru í íþróttir með Conny og þau elstu kynntust með leikjum og spilum. Í hádeginu fengum við frábærann kjúklingarétt með hrísgrjónum og salati. Eftir hádegi fóru eldri nemendur í íþróttir og þau yngri voru í hringekju. Við lögðum svo af stað heim rúmlega þrjú og allir svo ánægðir eftir daginn.
Athugasemdir