Hönnunarsamkeppni um nýtt merki HSÞ

Hönnunarsamkeppni um nýtt merki HSÞ Á ársþingi Héraðssambands Þingeyinga sem haldið var á Þórshöfn í byrjun maí var ákveðið að ráðast í hönnunarsamkeppni

  • Undirsida1

Hönnunarsamkeppni um nýtt merki HSÞ

Á ársþingi Héraðssambands Þingeyinga sem haldið var á Þórshöfn í byrjun maí var ákveðið að ráðast í hönnunarsamkeppni á nýu merki sambandsins byggðu á merkjum eldri félaga UNÞ og HSÞ. Eftirfarandi tillaga var samþykkt: Ársþingið felur stjórn að auglýsa eftir tillögum að nýju merki í staðarfjölmiðlum í anda gömlu merkja HSÞ og UNÞ. Tillögum sé skilað fyrir 15. júní 2009 og kynntar á formannafundi fyrir lok júní 2009. Formannafundur hefur úrskurðarvald í vali á nýju merki fyrir HSÞ.

Í tilkynningu frá Héraðssambandinu er nú auglýst eftir tillögum að merki og skal þeim skilað á skrifstofu sambandsins að Stóragarði 8, 640 Húsavík eða í tölvupósti hsth@hsth.is  í síðasta lagi 15. júní 2009.
Merki gömlu ungmennasambandanna eru hvort öðru fallegra og vísa bæði í náttúrufegurð héraðsins, með gróðursveig á skildi. "Gamaldags og sjarmerandi" var haft við orð á ársþinginu. Spennandi verður að sjá niðurstöðuna en óhætt er að hvetja teiknara og hönnuði til að taka þátt.


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is