http://godverkin.is

http://godverkin.is Góđverk dagsins. Góđverkadagarnir eru ný útfćrsla á nćr aldagamalli hefđ og loforđi skáta um ađ gera a.m.k. eitt góđverk á dag.

  • Undirsida1

http://godverkin.is

Góðverk dagsins. Góðverkadagarnir eru ný útfærsla á nær aldagamalli hefð og loforði skáta um að gera a.m.k. eitt góðverk á dag. Markmið með verkefninu "góðverk dagsins" er að hvetja landsmenn til athafna og umhugsunar um að láta gott af sér leiða, sýna náungakærleik, vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk.

Góðverk eru þeirrar náttúru að þau fjölga sér á ógnarhraða, gerendum, þiggjendum og öllum sem nálægt þeim standa til gleði og ánægju. Velvildin og vináttan sem felst í  því að rétta öðrum hjálparhönd, óumbeðið og án skilyrða er dýpri og sannarri en almenn hjálpsemi eða dagleg aðstoð - við köllum það góðverk. Góðverk þurfa ekki að vera stór til að skipta máli því það er hugurinn og frumkvæðið sem máli skipta.

Umbunin getur falist í þakkarorði eða einlægu brosi þess sem þiggur, en ríkulegasta umbunin er þó eigin vellíðan yfir að hafa orðið að liði - unnið góðverk.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is