Hundur í óskilum

Hundur í óskilum Tónlistarverkefniđ Tónlist fyrir alla sendi okkur á dögunum hljómsveitina Hundur í óskilum. Bćđi starfsfólk og nemendur skólans skemmtu

  • Undirsida1

Hundur í óskilum

Tónlistarverkefnið Tónlist fyrir alla sendi okkur á dögunum hljómsveitina Hundur í óskilum. Bæði starfsfólk og nemendur skólans skemmtu sér konunglega á þessum frábæru tónleikum sem var með svolítið öðru sniði en "hefðbundnir" tónleikar almennt eru. Leikskólabörnin komu einnig á tónleikana og var sérstaklega skemmtilegt að fylgjast bæði með hljómsveitinni og ekki síður með áhorfendum þegar hljómsveitarmeðlimir fluttu tónverkin sín lang oftast í mun betri útsetningu en originallinn. Hljómsveitina skipa þeir Eiríkur og Hjörleifur og eru þeir báðir kennarar í tónlistarskólum á Eyjafjarðarsvæðinu. Við þökkum þeim kærlega fyrir góða heimsókn.

Hér má sjá myndir frá tónleikunum.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is