18. desember 2006 - Lestrar 217 - Athugasemdir ( )
Hið árlega jólaball var haldið föstudaginn 15. desember í sameiningu af skólanum, foreldrafélaginu og kvenfélaginu á Raufarhöfn eftir velheppnaðan íþróttamorgunn í skólanum. Áður en börnin héldu út í félagsheimilið Hnitbjörg höfðu þau hisst í skólanum á litlu-stofu jólunum þar sem þau skiptust á jólakortum og jólapökkum og áttu góða stund saman með sínum umsjónarkennurum.
Góðir gesti komu í heimsókn á jólaballið, en það voru þeir Giljagaur og Stekkjastaur. Það var alveg greinilegt hvar Stekkjastaur hafði átt viðkomu fyrir ballið, nefnilega í einhverju fjárhúsanna á leiðinni ☺
Góðir gesti komu í heimsókn á jólaballið, en það voru þeir Giljagaur og Stekkjastaur. Það var alveg greinilegt hvar Stekkjastaur hafði átt viðkomu fyrir ballið, nefnilega í einhverju fjárhúsanna á leiðinni ☺
Athugasemdir