16. desember 2007 - Lestrar 295 - Athugasemdir ( )
Á dögunum stóðu Foreldrafélagið Velvakandi og Kvenfélagið Freyja að jólaballi fyrir íbúa Raufarhafnar og gesti. Fjölmennt var á jólaballinu, en tveir harmonikkuleikarar úr Þistilfirði kíktu til okkar og spiluðu undir söng og dansi. Stekkjarstaur leit við og skemmti ballgestum við miklar vinsældir. Sveinki gaf yngri sem eldri góðgæti í poka og linnti ekki látum fyrr en hann hafði fengið að bjóða einni frúnni upp í Argentískan tangó.
Hér eru myndir frá jólaballinu.
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri.
Athugasemdir