17. desember 2019 - Lestrar 95 - Athugasemdir ( )
Ekki hefur verið hægt að halda úti skóla síðan veðurofsinn gekk yfir landið í síðustu viku, þ.e. þriðjudag og miðvikudag. Rafmagnsleysið setti strik í reikninginn og ekki hefur verið hægt að kynda skólann vegna ónógrar varaorku. Þar af leiðandi verður skóla aflýst í dag og á morgun. Aðventuhátíðin okkar sem átti að vera í síðustu viku verður haldin á nýju ári og við reynum að gera okkur glaðan dag þegar við hittumst aftur á nýja árinu. Þetta eru fordæmalausar aðstæður sem ekki er hægt að ráða við og ennþá er Raufarhöfn keyrð á varaafli en vonandi fer að sjá fyrir endann á því.
Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Gleðileg jól - Veselé Vianoce
Hér eru nokkrar myndir úr skólaferðalaginu þar sem krakkarnir fóru á skauta og skemmtu sér vel. Skólastjóri kann ekki að snúa myndunum þannig að þær komi réttar inn.
Athugasemdir