13. desember 2011 - Lestrar 148 - Athugasemdir ( )
Nú er hefðbundinni kennslu lokið og aðeins eftir þrír dagar sem tileinkaðir verða jólaþema. Á miðvikudag og fimmtudag hefst kennsla á hefðbundnum tíma en lýkur að loknum hádegismat. Á föstudag hefjast stofujól kl. 8:30 og skólanum lýkur með hátíðarhádegismat.
Nemendur eru hvattir til að koma með skemmtileg spil með sér á fimmtudag og föstudag og laufabrauðsjárn á miðvikudag. Einnig er góð jólatónlist alltaf vel þegin.
Nemendur þurfa að koma með íþróttaföt með sér á fimmtudag.
Dagskrá daganna má sjá hér.
Athugasemdir