Í dag, þriðjudag, er síðasti hefðbundin skóladagur fyrir jólafrí. Næstu tvo daga ætlum við að brjóta upp skólastarfið með jólaþema og svo höldum við Litlu jólin á föstudag.
Þessir dagar eru skertir dagar, sem þýðir að við kennum aðeins til 12:00. Þá fá nemendur hádegismat en svo er skóladeginum lokið.
Meðal þess sem við gerum í jólaþemanu er að skera út laufabrauð, föndra og spila. Til þess að þetta gangi sem best þurfum við á hjálp foreldra að halda.
Á miðvikudaginn ætlum við að skera út laufabrauð. Því biðjum við alla þá sem eiga laufabrauðsjárn um að senda barnið sitt með það í skólann (og að sjálfsögðu að leyfa öðrum sem ekki eiga járn að fá það lánað).
Við föndugerð (báða dagana) getum við notað ýmsa afganga frá heimilum. Servíettur, gömul jólakort, ýmsa efnisbúta og fleira er hægt að nota til skrauts.
Þegar við spilum (báða dagana) er alltaf gaman að fá skemmtileg spil sem nemendur eiga heima hjá sér.
Að lokum vil ég minna foreldra á að þeir sem hafa tök á mega endilega koma til okkar í skólann og eyða deginum, eða hluta úr honum, með okkur. Það er alltaf heitt á könnunni!
Athugasemdir