12. október 2016 - Lestrar 203 - Athugasemdir ( )
28. september sl. fóru nemendur grunn- og leikskólans ásamt starfsfólki og tóku upp kartöflur úr kartöflugarðinum sem skólinn hefur til afnota. Uppskeran var meiri en við var búist og krakkarnir voru mjög áhugasamir og duglegir. Veðrið lék við okkur og það var ákaflega gaman að fylgjast með samvinnu allra nemendanna. Kartöflurnar eru svo borðaðar í mötuneytinu og krökkunum þykir gaman að geta borðað eigin uppskeru.
Athugasemdir