Okkur hér í Grunnskólanum á Raufarhöfn vantar nokkra menntaða kennara til að styrkja enn frekar góðan hóp starfsfólks fyrir næsta skólaár.
Meðal kennslugreina eru íþróttir, tónmennt, kennsla yngri barna og raungreinar.
Við stöndum að markvissri uppbyggingu skólastarfsins og leggjum áherslu á að koma til móts við einstaklingsþarfir nemenda okkar. Við höfum gengið til liðs við verkefnið "skólar á grænni grein" og vinnum að því að fá Grænfánann. Einnig erum við að hefja innleiðingarferli Uppbyggingarstefnunnar (uppeldi til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga) og munum hefja skólaárið 2008-2009 á námskeiði sem styrkir okkur í þeirri vinnu.
Áhugasamir hafi samband við Jóhönnu Dögg Stefánsdóttur skólastjóra í síma 695 7117 eða á netfangið johanna@raufarhofn.is Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk.
Athugasemdir