Gaman er að geta loksins sagt frá því að Krílabær, leikskólinn á Raufarhöfn, er fluttur inn í grunnskólahúsnæðið. Byggð var forstofubygging við grunnskólann (íþróttamiðstöðvar-megin) með fataklefum, snyrtingu fyrir leikskólann og ræstikompu sem var tengd leikskólarýminu sem er gamli "salur" grunnskólans. Því rými var breytt örlítið, settir upp veggir og útbúið hvíldarherbergi. Nýja aðstaðann fyrir leikskólann er því eins og best verður á kosið og eru starfsmenn, nemendur og foreldrar afar ánægðir með útkomuna.
Skólamötuneytið - umbylting
Á sama tíma var skólamötuneyti skólans tekið í gegn og þar má með sanni segja að hafi verið algjör umbylting þar sem afar góð aðstaða er þar nú fyrir heimilisfræði og skólamötuneyti. Linda skólamatráður bauð okkur upp á lambalæri á fyrsta degi eftir breytingar og bauð öllum upp á frostpinna á eftir.
Athugasemdir