Kynning á nýsköpunarverkefni

Kynning á nýsköpunarverkefni Miðvikudaginn 17. apríl héldu nemendur kynningu á nýsköpunarverkefni sem þau höfðu unnið í samstarfi við Landsbyggðarvinir

  • Undirsida1

Kynning á nýsköpunarverkefni

Miðvikudaginn 17. apríl héldu nemendur kynningu á nýsköpunarverkefni sem þau höfðu unnið í samstarfi við Landsbyggðarvinir Reykjavíkur og nágrennis. Nemendur eru búin að vera að vinna að verkefnum í tengslum við ferðmannaþjónustu allt ári á Raufarhöfn. Þau bjuggu til bæklinga þar sem þau voru búin að setja saman ferðir, sjóferðir, hestaferðir og útsýnisferðir. Þetta voru glæsilegar ferðir sem þau settu saman en þau gengu lengra og vildu búa til safn á Raufarhöfn sem staðsetja átti í gamla mjölhúsinu. Bæði átti að vera síldarsafn í húsinu sem og fuglasafn sem átti að vera með alla fuglanna sem hægt væri að sjá á Melrakkasléttu. Bæklingana er hægt að sjá út á Hótel Norðurljósum og gaman væri ef einhver myndi taka sig til að framkvæm eitthvað af þessum hugmyndum.


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is