Fjáröflun
Kæru Raufarhafnarbúar.
Á dögunum bauðst okkur nemendum í 9. og 10. bekk grunnskólans á Raufarhöfn einstakt tækifæri til að taka þátt í verkefni í Hollandi, nánar tiltekið í Haag, vikuna 21. til 28. mars. nk.
Verkefninu er ætlað að tengja saman ungmenni frá Evrópu þar sem þau munu kynna menningu, siði og venjur frá hverju landi fyrir sig. Ungmennin sem þarna verða koma frá Hollandi, Rúmeníu, Belgíu og Póllandi og svo við frá Íslandi. Tilgangurinn er að læra og skynja betur mismunandi mennigarheima Evrópu og rækta með okkur samkennd og skilning. Okkur verður boðið að heimsækja nokkur sendiráð og sveitarstjórnarskrifstofu svo og upplýsingaskrifstofu Evrópuþingsins í Haag. Einnig heimsækjum við söfn og förum í skoðunarferðir um Haag, á milli þess sem við vinnum í sameiginlegum vinnustofum að verkefninu.
Við munum kynna landið okkar Ísland, og þá ekki síður nærsamfélag okkar sem við teljum okkur þekkja þó nokkuð vel, ásamt því að bjóða til kvöldverðar með okkar sér íslenska mat. Hugmyndin er að bjóða upp á alíslenska Fjallalambs kjötsúpu, og kannski pönnukökur og fl. Verkefnið er styrkt að því leyti að við fáum frítt fæði og húsnæði svo og ferðakostnað innanlands í Hollandi. Allan ferðakostnað þurfum við að greiða sjálf þ.e.a.s. frá Raufarhöfn til Amsterdam/Haag og heim aftur ásamt þátttökugjaldi 100 EUR pr. mann.
Við ætlum að reyna að fjármagna ferðalagið okkar sjálf, meðal annars með harðfisksölunni fyrir þorrablótið. Nú ætlum við að fara í flöskusöfnun á laugardaginn á milli kl. 11:00 og 13:00 með von um góðar móttökur. Flöskurnar mega vera óflokkaðar.
Með fyrirfram þökk.
Birgir Þór
Birkir Rafn
Brynja Dögg
Dagný
Friðrik Þór
Hákon Breki
Athugasemdir