11. maí 2009 - Lestrar 373 - Athugasemdir ( )
Í morgun kom Möguleikhúsið í heimsókn til okkar og setti upp leiksýninguna "Langafi prakkari". Leikskólinn kom í heimsókn til að sjá leikritið og skemmtu allir sér mjög vel yfir sýningunni.
Leikritið er eftir Pétur Eggerz, en byggt á sögum Sigrúnar Eldjárn um langafa prakkara og langafi drullumallar. Í leikritinu segir litla stúlkan Anna frá langafa sínum. Þó að hann hafi verið bæði gamall og blindur þá var hann alltaf til í að taka þátt í skemmtilegum uppátækjum með Önnu litlu. Langafi prakkari passar Önnu litlu á daginn þegar mamma hennar og pabbi eru í vinnunni, en þau bralla ýmislegt saman, skoða mannlífið, baka drullukökur, veiða langömmur og fleira.
Athugasemdir