15. mars 2011 - Lestrar 397 - Athugasemdir ( )
Í dag hófst leynivinavika hjá okkur í leik- og grunnskólanum. Allir nemendur taka þátt og hafa dregið sér leynivin. Foreldrar þeirra nemenda sem eru veikir fengu nafn leynivinar síns barns sent í tölvupósti.
Í leynivinavikunni ætlum við að vera sérstaklega vingjarnleg við hvort annað auk þess að gefa leynivin okkar óvæntar gjafir. Athugið að gjafirnar eiga ekki að kosta neitt, heldur að vera eitthvað sem nemendur búa til. Til dæmis er hægt að gefa hlý orð, mynd eða ljóð auk þess að gera óvænt góðverk fyrir viðkomandi.
Við minnum nemendur á að segja ekki öðrum hver leynivinurinn sé – það er eitthvað sem allir eiga að halda fyrir sig.
Athugasemdir