03. desember 2008 - Lestrar 242 - Athugasemdir ( )
Á dögunum kom Addi lögga í heimsókn í skólann, var með umferðarfræðslu og fleira. Addi gaf krökkunum endurskin, en þeir sem nota endurskin sjást þrisvar sinnum fyrr í umferðinni en aðrir. Hann talaði um það hversu mikilvægt það væri að vera með góða hemla á hjólunum, nota hjálm og bílbelti. Hann bað krakkana um að vera dugleg að minna fullorðna á að nota bílbelti. Í lokin sýndi hann krökkunum allt "dótið" sem hann var með í beltinu sínu.
Hér eru myndir frá heimsókninni.
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri
Athugasemdir