Lokahátíð Stóru Upplestrarkeppninnar var haldin í félagsheimilinu Hnitbjörgu á Raufarhöfn 4. mars. Skólarnir sem koma að þessari lokahátíð eru grunnskólarnir á Bakkafirði, Þórshöfn, Svalbarði, Raufarhöfn og Öxarfjarðarskóli. Alls tóku átta nemendur úr 7. bekkjum skólanna þátt á lokahátíðinni og stóðu sig allir mjög vel. Þeir lásu brot úr skáldverki og ljóð, en að lokum völdu dómarar þrjá bestu upplesarana og veittu þeim verðlaun. Í fyrsta sæti varð Erla Salome Ólafsdóttir frá Grunnskólanum á Bakkafirði, annað sætið hlaut Marinó Úlfsson frá Svalbarðsskóla og þriðja sætið fékk Þórdís Sigtryggsdóttir nemandi í Grunnskólanum á Raufarhöfn. Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á slóðinni http://www.hafnarfjordur.is/upplestur/
Hér eru myndir frá lokahátíðinni... og...
Athugasemdir