18. febrúar 2009 - Lestrar 237 - Athugasemdir ( )
Hingað til okkar í skólann er að koma heimamaðurinn Magnús Stefánsson frá Maríta á Íslandi sem er forvarnarsvið Samhjálpar. Aðalverkefni þeirra er samstarf á vettvangi forvarnarfélagsins Hættu áður en þú byrjar er varðar fræðslu um skaðsemi fíkniefna. Hann kemur með uppbyggilegt og fróðlegt efni, bæði fyrir nemendur og foreldra, sýnir fræðslumyndbönd og fleira.
Þriðjudaginn 24. febrúar (sprengidag) kl.9:00-11:00 -> 8.-10. bekkur.
Þriðjudaginn 24. febrúar (sprengidag) kl.11:00-12:00 -> 6.-7. bekkur.
Fimmtudaginn 26. febrúar kl.20:00 -> Fræðslufundur fyrir foreldra í grunnskólanum á Raufarhöfn.
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri.
Athugasemdir