03. mars 2008 - Lestrar 266 - Athugasemdir ( )
Fyrsti virki dagur í mars og það eru bjúgu með jafningi, kartöflum, grænum baunum og rauðkáli í hádegismatinn. Á eftir fá krakkarnir vínber. Nemendur tóku hraustlega til matar síns og borðuðu vel, einn sagði að þetta væri nú bara alveg eins og á jólunum, það ilmaði svo vel ;o) Viðtökur eru enn góðar og ekki lítur út fyrir annað en að skólamötuneytið sé komið til að vera.
Hér er matseðillinn fyrir mars.
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri
Athugasemdir