31. október 2012 - Lestrar 181 - Athugasemdir ( )
Í síðust viku fengum við moltukassa sem Indriði hafði gert handa okkur. Kassinn er búinn til úr fiskkari og það hefur verið smíðað lok ofaná. Á hverjum föstudegi ætla tveim nemendur að safna saman öllum lífrænum úrgangi og setja ofaní moltukassann. Til að byrja með ætlum við bara að hafa lífrænann úrgang af ávöxtum og korgi. Við sjáum svo í vor hvernig þetta á eftir að koma út hjá okkur og þá getum við prófað annann lífrænan úrgang. Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni og það verður spennandi að sjá hvort að allt sem við setjum í kassann verði orðið að mold í vor.
Athugasemdir