Stór stund rann upp hjá okkur hér í Grunnskólanum á Raufarhöfn í gær. Mötuneyti hefur verið komið á laggirnar. Matráðurinn Kristín Þormar mun sjá um að elda mat í hádeginu fyrir nemendur og starfsmenn skólans. Lögð er áhersla á einfaldan og barnvænan heimilismat með tilliti til leiðbeininga sem Lýðheilsustöð setur skólamötuneytum. Í janúar fá öll börnin að borða frítt í mötuneytinu, svona rétt á meðan matráður og annað starfsfólk er að gera sér grein fyrir því hvernig til tekst og hlutirnir ganga fyrir sig. Nemendur þurfa samt sem áður áfram að koma með morgunnesti með sér í skólann eins og verið hefur. Í gær gekk vel að gefa börnunum að borða, þau borðuðu öll vel af hrísgrjónagraut, slátri, brauði með áleggi og epli á eftir. Það voru ánægð börn sem gengu úr matsalnum. Hér eru nokkrar myndir af eldri nemendunum þegar þau komu í mat, en skólanum er skipt í tvo hópa þar sem "matsalurinn" er það lítill. MYNDIR HÉR.
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri.
Athugasemdir