02. desember 2011 - Lestrar 167 - Athugasemdir ( )
Á 1. desemberhátíð skólans sýndu nemendur í 10. bekk myndasýningu frá Danmerkurferðinni sem farin var í maí síðastliðnum. Sú hefð hefur skapast að foreldrafélagið Velvakandi styrkir nemendur til ferðarinnar og er um ómetanlega lífsreynslu fyrir krakkana að ræða, en í sumum tilvikum er þetta fyrsta utanlandsferðin þeirra.
Myndasýninguna má sjá hér, en athygli er vakin athygli á að tengil á hana er einnig að finna undir Nemendur>Verkefni nemenda, ásamt fleiri verkefnum.
Myndir frá 1. desemberhátíðinni koma á vef skólans næstkomandi mánudag.
Athugasemdir