07. september 2010 - Lestrar 283 - Athugasemdir ( )
Síðastliðinn fimmtudag héldum við í grunn- og leikskólanum upp á Grænan dag haustsins. Um 40 manns hélt í kartöflugarð skólans í rjómablíðu og tók upp kartöflur í mötuneyti skólans, gróðursetti 67 plöntur og borðaði nokkur kíló af berjum. Eftir það hélt hersingin aftur upp í skóla, gæddi sér á djúsi og kexi og fór í leiki. Stór hluti hópsins fór upp á fótboltavöll þar sem úrvalslið Jóhanns skólastjóra og Róberts íþróttakennara öttu kappi. Óþarfi er að geta til um úrslitin en maður leiksins var án alls vafa Rósa Björg Þórsdóttir. Aðrir eins taktar hafa ekki sést á vellinum síðan Oliver Bierhoff var upp á sitt besta.
Myndir frá þessum frábæra degi má nálgast hér.
Athugasemdir