Myndir frá Mývatni

Myndir frá Mývatni Nemendur í 5.-8. bekk komu í gćr heim frá Mývatni eftir ţriggja daga ferđalag. Ţar skemmtu ţau sér ásamt nemendum í 7. bekk í

  • Undirsida1

Myndir frá Mývatni

Nemendur í 5.-8. bekk komu í gær heim frá Mývatni eftir þriggja daga ferðalag. Þar skemmtu þau sér ásamt nemendum í 7. bekk í Borgarhólsskóla og 6.-8. bekk úr Borgarhólsskóla. Þema ferðarinnar var fuglaskoðun og fuglaverkefni voru unnin undir stjórn Aðalsteins Arnar Sæþórssonar sérfræðings hjá Náttúrustofu Norðurlands. Markmið ferðalagsins var að flétta saman skemmtun og nám, að efla og styrkja tengsl nágranna, að nemendur kynntust Mývatnssveit og að nemendur lærðu um fugla og lífríki fugla við Mývatn.

Krakkarnir, og Bryndís kennari, voru einstaklega heppin með veður eins og sjá má í þessum myndaalbúmi.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is