Næstkomandi fimmtudag og föstudag verður námskeið í stuttmyndagerð í skólanum í umsjón Þórgnýs Thoroddsen. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir nemendur til að læra grunnatriði kvikmyndagerðar; frá því að hugmynd kviknar og að fullkláruðu verkefni.
Til þess að námskeiðið rúmist á tveimur skóladögum þarf að lengja viðveru nemenda. Á fimmtudaginn er gert ráð fyrir að nemendur í 1.-5. bekk verði í skólanum til 16:00 en nemendur í 6.-10. bekk til 18:00. Vegna lengdrar viðveru mun skólinn bjóða nemendum upp á miðdegishressingu.
Á föstudag ættu nemendur í 1.-5. bekk að vera búnir á hefðbundnum tíma, en nemendur í 6.-10. bekk verða að gera ráð fyrir því að vera fram eftir degi. Allt fer þetta þó auðvitað eftir því hvernig gengur.
Nemendahópnum verður skipt í þrjá hópa, þvert á aldur. Útkoman verður því þrjú verkefni sem verða framlag grunnskólans til Menningarvikunnar þetta árið.
Við vonum að foreldrar taki vel í þessar breytingar og hjálpi okkur að gera verkefnið sem glæsilegast. Hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.
Kv.
Jóhann Skagfjörð Magnússon
johann@raufarhofn.is
894 6484
Athugasemdir