Öskudagur

Öskudagur Á međan kennarar grunnskólans sóttu starfsdag í skólann miđvikudaginn 21. febrúar, fóru börn bćjarins í sinn árlega rúnt milli fyrirtćkjanna og

  • Undirsida1

Öskudagur

Á meðan kennarar grunnskólans sóttu starfsdag í skólann miðvikudaginn 21. febrúar, fóru börn bæjarins í sinn árlega rúnt milli fyrirtækjanna og sungu fyrir lítilræði á borð við harðfisk, blöðrur eða gotterí. Daginn áður höfðu allir bæjarbúar, börn og fullorðnir, mætt til grímudansleiks í félagsheimilið í boði foreldrafélagsins Velvakanda og þar fengu 3 bestu búningarnir verðlaun og kötturinn var sleginn úr tunnunni. Hákon Breki Harðarson var tunnukóngur, en verðlaun fyrir búninga fengu Stubbarnir fimm, sjónvarpið Birkir Rafn og rokkararnir Arnór og Þorgeir Brimir. Búningar foreldra og annarra gesta eldri en 16 ára vöktu mikla kátinu að vanda ☺

Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is