Öskudagurinn o.fl

Öskudagurinn o.fl Í gær var öskudagurinn haldinn með öllum sínum skemmtilegu fígúrum og söng

  • Undirsida1

Öskudagurinn o.fl

Kynjaverur á öskudegi
Kynjaverur á öskudegi

Nemendur og starfsfólk komu klædd sem ýmsar kynjaverur.  Þar mátti sjá nunnur, araba, lítið barn, Úkraínu, asnann úr Bangsimon, einhyrning, stríðsmann, hvolp úr hvolpasveitinni, löggu, Harley Quinn og grímumann. EFtir hádegismat fóru allir saman í fyrirtækin á staðnum og sungu fyrir sælgæti. Síðan var endað á hressandi grímuballi í sal skólans! 

Undanfarnar vikur hafa nemendur verið að vinna að þemaverkefni sem ber yfirheitið Betri heimabyggð og erum við m.a. í samstarfi við félag eldri borgara varðandi það.  Eitt af því sem nemendur gera er að velja sér byggingu eða annað sem einkennir Raufarhöfn og gera líkan af því. Hér má sjá líkön af Heimskautsgerðinu, Faxahöllinni og sprengjugígnum við Höskuldarnes.

Á fimmtudögum kemur Conny til að kenna náttúrufræði, ensku, myndmennt og sund.  Í morgun voru nemendur í ensku og þurftu að hlaupa á milli staða til að ná í orð og para saman. Mikið kapp!

Í myndmennt eru nemendur að vinna klippimyndir og velja sér viðfangsefni, t.d. náttúran, form ofl. 


 


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is