Rafmagnslaus dagur

Rafmagnslaus dagur Föstudaginn 29. október ćtlum viđ ađ hafa rafmagnslausan dag í grunn- og leikskólanum. Ţá ćtlum viđ ađ nota rafmagn sem minnst yfir

  • Undirsida1

Rafmagnslaus dagur

Föstudaginn 29. október ætlum við að hafa rafmagnslausan dag í grunn- og leikskólanum. Þá ætlum við að nota rafmagn sem minnst yfir daginn. Í raun eru símar skólans, ísskápar og frystikistur það eina sem fær að ganga fyrir rafmagni. Þetta þýðir að sjálfsögðu að nemendur geta ekki hitað matinn sinn, hvorki í örbylgjuofni eða samlokugrilli. Við biðjum foreldra að hafa þetta í huga þegar nesti föstudagsins er fundið til.
Til að gefa okkur smá lýsingu inni í kennslustofunni mega nemendur koma með eitt sprittkerti hvert til að hafa á borðinu sínu.

Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is