Rödd þjóðarinnar á Raufarhöfn á sumardaginn fyrsta

Rödd þjóðarinnar á Raufarhöfn á sumardaginn fyrsta Halldór Gunnar Pálsson kórstjóri Fjallabræðra vinnur nú að lagi sem hefur hlotið nafnið Ísland. Lagið

  • Undirsida1

Rödd þjóðarinnar á Raufarhöfn á sumardaginn fyrsta

Halldór Gunnar Pálsson kórstjóri Fjallabræðra vinnur nú að lagi sem hefur hlotið nafnið Ísland. Lagið er stórt og mikið og margir sem koma að flutningi þess, m.a. Fjallabræður, hljómsveit Fjallabræðra, Unnur Birna Björnsdóttir og lúðrasveit Vestmannaeyja. Eftir að lagið fór að taka á sig mynd kviknaði sú brjálæðislega hugmynd að ná að fanga „rödd þjóðarinnar“ inn í lokakafla lagsins. Markmið Halldórs er því að fá 30.000 Íslendinga, eða 10% þjóðarinnar, til þess að syngja viðlagið.

Halldór Gunnar mun koma hingað til Raufarhanfar á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, og óskar hann eftir að sem flestir komi og leggi sér lið. Upptökur fara fram í skólanum og byrja kl. 18:00.

Þeir sem vilja kynna sér verkefnið betur er bent á vefsíðuna www.thjodlag.is

 


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is