23. maí 2017 - Lestrar 241 - Athugasemdir ( )
Það var heldur betur gaman hjá nemendum skólans mánudaginn 22. maí. Fyrir hádegi fóru Olga og Nanna með yngri nemendur í heimsókn í Höfða til að sjá lömbin. Eftir hádegi fóru Olga og María með alla nemendurna í Vog að heimsækja lömbin þar. Það var mikill áhugi á að halda á nýbornum lömbunum og fá að klappa þeim. Olga bauð upp á pönnsur og djús í Vogi og voru allir yfir sig hrifnir. Að lokum fórum við í göngu í fjöruna við Vog, sem var góður endir á frábærum degi.
Athugasemdir